Tæknin
Mælitækið sem ég nota mælir líkamssamsetningu með tækni sem er kölluð Bioelectrical Impedance Analysis (BIA). Vægur straumur er leiddur í gegn um líkamann, viðnámið mælt og þannig getur tækið reiknað út magn vökva, próteins, steinefna og fitu. Út frá þessum tölum er hægt að áætla magn vöðvamassa og fitumassa í heildina og í hverjum líkamshluta.

Fyrsta tæki þessarar tegundar kom á markaðinn 1996 og hefur verið í stöðugri þróun síðan þá og er eitt af nákvæmustu mælitækjunum sem nota BIA tæknina. Samkvæmt rannsóknun er tækið nánast sambærilegt við DXA mælingu, sem er nokkurs konar gull standard í mælingum á líkamssamsetningu, eða 98-99% sambærilegt.

Notendur eru ýmsar sjúkrastofnanir, líkamsræktarstöðvar, heilsuráðgjafar og einkaþjálfarar um allan heim. Gaman er að geta þess að NASA valdi þessi tæki á líkamsræktarstöð starfsmanna sinna.
Made on
Tilda