Líkami okkar samanstendur af fjórum meginþáttum, vatni, próteini, steinefnum og fitu. Vatnið er á bilinu 50 – 60 % af líkamsþyngd okkar.
Próteinið er byggingarefni vöðva, líffæra og beina.
Steinefnin eru aðallega í beinum en einnig í blóðrás.
Fitan er orkubirgðir líkamans, ásamt því sem hún verndar innri líffæri, gegnir hlutverki við hitastjórnun og er einangrandi. Of mikil eða of lítil fita, til lengri tíma, getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsuna.
Magn vöðva og fitu eru mikilvægir þættir en æskilegt er að vöðvar séu í meðallagi eða yfir, en fita í meðallagi eða undir.
Æskileg fituprósenta hjá körlum er 10-20% en 18-28% hjá konum. Þess má geta að grunnbrennsla líkamans er því meiri sem vöðvamassinn er meiri.