corpor.is
Aukin hreysti - Betri heilsa -
Meiri lífsgæði
Skref í átt til framtíðar
Nú býðst almenningi að fá mælingu á líkamssamsetningu á skjótan og nákvæman hátt. Þú getur fengið að vita hvernig þú ert samansett/ur og fengið ráðgjöf til þess að auka heilbrigði og hreysti.
Lesa nánar
Niðurstöður mælinga
  • Vöðvamassi
    Í heildina og fyrir hvern líkamshluta
  • Kviðfitustuðull
    Kviðfita er oft nefnd hættulega fitan
  • Fitumassi
    Í heildina og fyrir hvern líkamshluta
  • Vökvamagn
    Meira en 50% líkamans er vatn
  • Fituprósenta
    Góður mælikvarði á líkamsástand
  • Grunnbrennsla
    Brennsla í hvíld, á einum sólarhring
  • Ráðlagður dagskammtur
    Í kílókaloríum
  • Kjörlíkamssamsetning
    Fita 18-28% hjá konum og 10-20% hjá körlum
Aðhald og hvatning
Endurteknar mælingar með reglubundnu millibili gefa aðhald og hvatningu en einnig mikilvæga endurgjöf. Þú sérð svart á hvítu hvort að það sem þú ert að gera virkar fyrir þig.
Um mig
Ég heiti Margrét H. Indriðadóttir og er sjúkraþjálfari og íþrótta- og heilsufræðingur. Ég brenn fyrir heilbrigðum lífsstíl og því að stuðla að betri heilsu mín og annarra. Ég hef unnið við endurhæfingu vegna stoðkerfisvandamála, krabbameina, fötlunar og barna með seinkaðan hreyfiþroska.

Áður en ég varð sjúkraþjálfari kom ég við í ýmsum greinum svo sem landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, rannsakaði sement ásamt því að hrista kokteila á bar. Ég elska að vera úti í náttúrunni og faðmaði tré löngu áður en kórónaveiran kom til sögunnar.


Lesa nánar
Mælingin
Notuð er tækni sem er kölluð Bioelectrical
Impedance Analysis (BIA) og mælir líkamssamsetningu með mikilli nákvæmni. Vægur straumur sem ekki finnst fyrir er leiddur í gegn um líkamann, viðnámið mælt og þannig getur tækið metið magn vökva, próteins, steinefna og fitu.

Samkvæmt rannsóknum er tækið 98-99% sambærilegt við DXA mælingu í nákvæmni. DXA mæling er nokkurs konar gull standard í mælingum á líkamssamsetningu en það er eingöngu aðgengilegt á sjúkra- og rannsóknarstofnunum.
1
Fyrir hverja?
Hinn almenna borgara, fólk í ofþyngd eða þá sem eru vannærðir, íþróttafólk, börn eldri en
þriggja ára og eldri borgara. Þeir sem eru með hjartagangráð, bjargráð eða gervilim geta ekki
farið í þessa mælingu, né heldur ófrískar konur. Konur á blæðingum fá ekki nákvæma
niðurstöðu. Hámarksþyngd í tækið er 250 kg.
2
Hvernig fer mæling fram?
Þú ert í mjög léttum fötum, lausum við járn eða spangir. Strokið er af iljum og lófjum með
sótthreinsandi klút. Hæðin er mæld, stigið á tækið og gripið um handföng. Niðurstöður liggja fyrir stuttu síðar. Þú færð útprentað blað, útskýringar á niðurstöðunum og ráðleggingar til að bæta stöðuna ef þú vilt.
3
Undirbúningur
Mikilvægt er að borða ekki eða drekka í 2 klst. fyrir mælingu og ekki vera nýkominn af æfingu eða úr sturtu, baði eða gufu. Æskilegt er að hafa í huga að ef fyrirhugaðar eru endurteknar mælingar að velja tíma dags sem hentar almennt vel.
4
Málmar
Mikilvægt er að vera laus við alla málma t.d. spangir í brjóstarhöldurum, rennilása, skartgripi og belti. Ef þú ert með málma sem ekki er hægt að fjarlægja s.s. gervilið, plötur eða skrúfur þá er mæling ekki eins nákvæm en ef sami málmur er til staðar í næstu mælingu þá er hægt að segja að mæling á breytingum sé mjög nákvæm.
5
Endurteknar mælingar
Ef þú ert að koma í endurteknar mælingar þá gefur nákvæmari niðurstöður að vera mældur í sömu fötum og á svipuðum tíma dags. Nýju niðurstöðurnar innihalda samanburð við fyrri niðurstöður.
"Mælingin er hjálpleg til þess að stuðla að betri heilsu og hreysti. Það kom verulega á óvart hve miklar upplýsingar koma fram sem eru mjög hvetjandi og heilsuræktin verður því markvissari. Góð ráðgjöf gagnast vel og maður getur sett sér markmið til lengri tíma og fylgt þeim eftir með reglulegum mælingum. Fagleg þjónusta og ráðgjöf."
Kristín Ósk Leifsdóttir
Sálfræðingur
"Þegar mér var bent á þjónustu Margrétar, varð ég mjög áhugasamur og ákvað að nýta mér hana. Mælingin er nákvæm og ráðgjöfin því markviss og sérsniðin að minni heilsu, líkamssamsetningu og brennslu. Mælingin sýndi að BMI stuðullinn væri ekki eitthvað sem ég ætti að eltast við heldur sýndi tækið það sem ég raunverulega ætti að stefna að til að ná réttri kjörþyngd. Vinna að bættri heilsu verður markvissari með raunhæfum markmiðum með allar þær upplýsingar sem mælingin gefur."

Karl Edvaldsson
Verkfræðingur


"Fyrir nokkrum árum komst ég að því í mælingu hjá Margréti að ég var komin í áhættuhóp fyrir sjúkdóma vegna innri líkamsfitu. Ég var búin að reyna að létta mig í mjög langan tíma og það var ekki fyrr en ég fór að hugsa um þetta sem
eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir heilsuna mína sem ég fór að sjá langvarandi árangur. Það var ómetanlegt að geta séð svart á hvítu hvernig líkaminn var að breytast á meðan ég tók í gegn matarræðið mitt. Ég náði góðum árangri með hjálp eftirfylgni frá Margréti og mælingunum og fer enn þann dag í dag í mælingar til að viðhalda góðu formi. "
Rósa Dögg Ægisdóttir
Þróunarstjóri og
leikmaður í úrvalsdeild í blaki
"Það hefur verið mjög gagnlegt að fá upplýsingar úr líkamsmælingu hjá Margréti. Eftir að ég fór í magahjáveituaðgerð hef ég lést mikið en að geta séð svart á hvítu milli mælinga að þyngdartapið er að mestu leyti fita er ómetanlegt. Þá fannst mér mjög áhugavert að sjá hversu mikið hlutfall vöðva er af heildarlíkamsþyngdinni en ég hafði ekki ímyndað mér að það væri svona stórt. Ég get svo sannarlega mælt með þessu fyrir öll þau sem hafa nýlega farið í efnaskiptaskurðaðgerð og vilja meiri upplýsingar en fæst með því að horfa einungis á kílóin."
Arnór Bogason
Stígðu gæfuspor til framtíðar og fylgstu með
líkamssamsetningunni
Tímapantanir: Endurheimt heilsumiðstöð, Lynghálsi 4, sími 565 5500

Made on
Tilda