Önnur þjónusta
Ráðleggingar varðandi hreyfingu og mataræði
Heilsa og vellíðan byggir á nokkrum grunnstoðum sem eru hæfileg hreyfing, gott mataræði, góður svefn, góð andleg og félagsleg líðan. Hver stoð styrkir hinar og því fleiri þættir sem eru í góðu lagi, þeim mun betri verður heilsa og líðan.

Margir hafa reynt þetta á eigin skinni þegar þeir hafa til dæmis aukið hreyfingu, þá aukast gæði svefnsins, andleg og félagsleg líðan batnar og meiri áhugi er fyrir hollara mataræði.

Í minni ráðgjöf verður farið yfir hreyfingu og mataræði hjá viðkomandi og mælt með ákveðnum breytingum í samræmi við tímasett markmið sem eru sett eftir mælinguna. Reglulegar endurmælingar eru æskilegar til þess að fylgjast með framvindu breytinga á líkamssamsetningunni.
Mælingar á blóðþrýstingi
Kjörblóðþrýstingur er um það bil 120/80 en talað er um eðlilegan blóðþrýsting ef hann er undir 135/85. Það er eðlilegt að blóðþrýstingur sé breytilegur, hann getur hækkað í streituvaldandi aðstæðum en lækkað í hvíld og slökun. Það er orðið óeðlilegt og óheilbrigt ástand ef þrýstingurinn er hærri en 135/85 undir nánast öllum kringumstæðum.
Made on
Tilda