Af hverju þarf að fylgjast með líkamssamsetningunni?
Heilbrigt jafnvægi á milli vöðva og fitu er grundvöllur fyrir góðri heilsu og líðan á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigð líkamssamsetning bætir árum við lífið og lífi við árin; minnkar t.d. líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, sumum tegundum krabbameins og sykursýki, stuðlar að lægra insúlín viðnámi en eykur hins vegar orku og bætir sjálfsmyndina.
Fylgikvillar offitu:
Ótímabær dauðdagi Hjarta- og æðasjúkdómar Háþrýstingur Sykursýki Gallblöðrusjúkdómar Krabbamein * Slitgigt Bakverkir Fylgikvillar á meðgöngu Óeðlilegar blæðingar Andþyngsli Kæfisvefn Aukning á slæmu kólesteroli (LDL) og blóðfitum Minnkun á góða kólesterolinu (HDL) Skert hjartastarfsemi Skert starfsemi ónæmiskerfis *æxli í heilahimnum, multiple myeloma (plasma frumur í beinmerg), kirtilkrabbamein í vélinda, skjaldkirtill, brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf, gallblaðra, magi, lifur bris, nýru, eggjastokkar, leg, ristill og endaþarmur.
Fylgikvillar of lítillar líkamsfitu
Léleg einangrun Orkubirgðir í lágmarki Lítil vernd fyrir innri líffæri Léleg starfsemi hjarta- og æðakerfis Veikist oft Lengi að ná sér eftir veikindi Lágt testosteron Kraftlitlir vöðvar Beingisnun Ótímabær tíðahvörf
Fylgikvillar vöðvarýrnunar (Sarcopenia)
Er veikburða Svelti Aukið insúlínviðnám Efnaskiptavandamál Beinþynning Hormónaójafnvægi Lítill styrkur Meiri líkur á sjúkrahúsinnlögnum
Skilgreiningar á ofþyngd og offitu:
Fituprósenta (PBF)er besti mælikvarðinn á það hvort einstaklingur er hættulega þungur eða feitur. Myndirnar hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf. Töflur og myndir sem koma þar á eftir sýna að það eru misströng viðmið um hvað telst eðlileg og heilbrigð fituprósenta og stundum er tekið mið af aldri. ¹
Á töflu hér fyrir neðan má sjá enn eina útgáfuna þar sem líkamlegt atgervi er flokkað í 5 flokka óháð aldri.
Mæling hjá Corpor
Í niðurstöðum er miðað við að normalgildi fituprósentu sé 18 – 28% hjá konum en á bilinu 10 – 20% hjá körlum. Að sjálfsögðu er gott að bera sína tölu saman við aldurstengdar töflur líkt og hér fyrir ofan, svo ekki skapist óþarfar áhyggjur af því að fitan sé farin að ógna heilsunni. Mælitækið mælir einnig iðrafituna, sem umlykur og verndar líffæri í kviðarholi, en iðrafita í of miklu magni hefur meiri neikvæð áhrif á heilsufarið heldur en fita undir húð í of miklu magni. Sjá greinina „Hvað er iðrafita?“